Svartfjallaland hefur rekið landsliðsþjálfarann Ljubisa Tumbakovic en þetta var staðfest í gær.
Svartfjallaland lék leik í undankeppni EM á föstudag en liðið gerði þá 1-1 jafntefli við Kosóvó.
Tumbakovic var rekinn strax eftir jafnteflið en hann ákvað að mæta ekki til leiks og var ekki á hliðarlínunni.
Pólitísk ástæða er fyrir því en Tumbakovic er Serbi og neitar að horfa á Kosóvó sem sjálfstætt land.
Kosóvó fékk sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 en það voru ekki allir sem tóku þá ákvörðun í sátt.
Tumbakovic þar á meðal og eftir að hafa skrópað á leikinn á föstudag var honum umsvifalaust vikið úr starfi.