Íslenska landsliðið hefur verið í umræðunni síðustu mánuði og þá sérstaklega eftir að Erik Hamren tók við liðinu.
Ráðningin á Hamren þótti heldur umdeild en gengi íslenska liðsins undir hans stjórn í fyrra var ekki gott.
Fólk virðist þó staðráðið í því að gagnrýna landsliðið og Hamren sama hvernig gengur og bendir á að hann sé ekki rétti maðurinn.
Ísland er með sex stig í riðlakeppninni í undankeppni EM eftir sigur á Andorra og Albaníu en tap gegn Frökkum.
Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum dómari, áttar sig ekki á þessari umræðu um landsliðið.
Gunnar setti inn athyglisverða færslu á Twitter í dag þar sem hann ræðir gengi Íslands en við erum með jafnmörg stig og Frakkland eftir þrjár umferðir.
Átta mig ekki á umræðunni um íslenska landsliðið. Hverjir stýra henni? 6 af 9 stigum úr fyrstu 3 leikjum undankeppninnar. Langflestar þjóðir heims væru einungis með 6 stig enda einn af mótherjunum Frakkland. Solid sigur í dag, hvenær hefur Ísland skemmt okkur með sóknarbolta?
— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) 8 June 2019