fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Drullaði reglulega yfir Kolbein: ,,Ef þú gerir mistök þá öskrar hann á þig“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. júní 2019 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Kolbeinn Sigþórsson sem er einn allra besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt, þá sérstaklega þegar hann hefur klæðst treyju landsliðsins.

Kolbeinn lék með AZ Alkmaar í Hollandi frá 2010 til 2011 en hann kom til félagsins frá HK sem unglingur.

Aðeins ári seinna var Kolbeinn svo farinn til stórliðs Ajax og samdi svo síðar við Nantes í Frakklandi.

Hjá AZ þá vann Kolbeinn með hinum litríka Louis van Gaal sem flestir knattspyrnuaðdáendur kannast við.

Van Gaal var síðast við stjórnvölin hjá Manchester United en hann gerði það fyrst gott í heimalandinu.

,,Það er þvílíkur agi í honum. Ef þú gerir mistök á æfingum þá stoppar hann æfinguna og öskrar á þig. Menn þurfa að vera sharp,“ sagði Kolbeinn.

,,Sérstaklega þegar ég kom þangað, frá því að hafa verið að æfa með HK, með fullri virðingu fyrir þeim og fara svo á æfingu hjá Louis van Gaal í þvílíkt tempó í Meistaradeild. Það tók mig tíma að venjast því.“

,,Ég fékk helling af drulli yfir mig frá honum. Það var bara gott spark í rassgatið, það tók mig tíma að venjast boltanum í Hollandi.“

,,Eftir 3-4 mánuði þá er ég að æfa á miklu hærra leveli og byrja að fá svona lítil meiðsli sem verða svo stór á endanum. Ég held að ég hafi farið í pínu ofþjálfun. Ég var ekki klár að taka þetta skref, æfingalega séð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026