Ben Chilwell, leikmaður Leicester City, ræddi stutt við Pep Guardiola, stjóra Manchester City, eftir leik liðanna á árinu.
Chilwell er orðaður við Englandsmeistarana en Guardiola þykir vera mikill aðdáandi leikmannsins.
Enski landsliðsmaðurinn hefur nú opnað sig um hvað Spánverjinn sagði við sig eftir 1-0 tap gegn City.
,,Hann sagði bara við mig að ég væri mjög hæfileikaríkur leikmaður og að ég ætti að halda áfram að spila vel,“ sagði Chilwell.
,,Það var svo ánægjulegt að heyra það frá svo sigursælum stjóra, að ég væri góður leikmaður.“
,,Ég er hjá Leicester, Brendan Rodgers er kominn hingað og við elskum það að hann sé hér. Það er það sem ég hugsa um.“