fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Sverrir veit af vopni Íslands: ,,Þeim líkar ekkert svakalega við að koma hingað“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 4. júní 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Ingi Ingason er mættur á æfinga hjá íslenska landsliðinu fyrir leiki gegn Albaníu og Tyrkjum í undankeppni EM.

Sverrir er á sínum stað í hópnum en hann hefur þó ekki spilað of mikinn fótbolta undanfarna mánuði.

Sverrir samdi við gríska liðið PAOK í janúar og fagnaði sigri í bæði deild og bikar með liðinu eftir dvöl hjá Rostov í Rússlandi.

,,Þetta var nýtt fyrir mér, ég hef kannski ekki verið í klúbbum hingað til sem hafa verið að berjast um titla,“ sagði Sverrir.

,,Við náðum að klára þetta með báðum titlunum og það var virkilega gaman. Að vera í þessu umhverfi þar sem vel gengur. Ég er staðráðinn í því fyrir næsta tímabil að vinna mér inn sæti í liðinu.“

,,Þetta voru bara níu deildarleikir sem voru eftir og deildin var þannig að hver næsti leikur var eiginlega bara úrslitaleikur og það var engin ástæða til að breyta þegar vel gengur.“

,,Þetta eru góðir staðir að vera á, bæði að spila fótbolta og quality of life. Þetta er mjög þægilegt, það er styttra frá heima fyrir fjölskyldu að koma og heimsækja.“

Leikirnir tveir eru gríðarlega mikilvægir fyrir Ísland og veit Sverrir af því. Hann gerir sér þó grein fyrir því að verkefnið verði ekki auðvelt.

,,Við vitum það að þessir leikir eru að fara að segja til um hvernig framhaldið verður hjá okkur. Við höfum verið að ná í góð úrslit í þessum leikjum og það er ekkert auðvelt gíra sig upp þegar leikmenn hafa verið lengi stopp og svona en við höfum verið góðir í því.“

,,Við þekkjum Laugardalsvöllinn manna best og ég hef heyrt það frá leikmönnum annarra liða að þeim líkar ekkert svakalega vel við að koma hingað.“

,,Við viljum ná í sex stig. Við vitum samt að þetta eru góðar þjóðir og getum ekki verið að fara of cocky inn í þessa leiki. Ef við spilum þessa leiki eins og menn getum við náð í sex stig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó