Rio Ferdinand er einn allra besti varnarmaður í sögu Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
Ferdinand lék með United frá 2002 til 2014 en hann kom til Old Trafford frá Leeds United.
Það voru margar stórstjörnur í liði United er Ferdinand samdi og leikmenn sem höfðu unnið ófáa titla.
Varnarmanninum leið þá heldur illa þegar hann samdi til að byrja með og skammaðist sín í klefanum.
,,Ég var ekki búinn að vinna neinn titil á þessum tíma. Það var eins og ég væri að labba nakinn inn í búningsklefann og ég skammaðist mín,“ sagði Ferdinand.
,,Að komast þangað var auðveldara. Stjórinn sá mig og borgaði ákveðna upphæð til að fá mig.“