Diego Maradona, fyrrum besti leikmaður heims, er rétti maðurinn til að taka við Manchester United, að eigin sögn.
Maradona ræddi enska boltann í samtali við FourFourTwo í dag en hann var lengi mikill stuðningsmaður Rauðu Djöflana.
Í dag styður Maradona þó Manchester City en myndi taka við United ef hann fengi símtal frá félaginu.
,,Ef Manchester United þarf á stjóra að halda þá er ég rétti maðurinn í starfið,“ sagði Maradona.
,,Það var lengi uppáhalds enska liðið mitt. Nú verð ég hins vegar að segja að það sé Manchester City.“
,,Ég veit að þú átt ekki að breyta um lið en ég segi það vegna Kun Aguero. Við tölum mikið saman og hann spilar í góðu liði.“