Árni Vilhjálmsson, framherji Chornomorets Odesa, er eftirsóttur þessa stundina eftir góða frammistöðu í Úkraínu.
Árni gerði lánssamning við Odesa fyrr á þessu ári en er samningsbundinn pólska félaginu Termalica Nieciecza.
Umboðsmaður Árna ræddi við SportArena í dag þar sem hann segir að nokkur félög skoiði Árna sem hefur gert sjö mörk í 12 leikjum í úkraínsku úrvalsdeildinni.
,,Ég tel að Chernomorets eigi ekki efni á því að kaupa hann og leikmaðurinn vill fara í stærri deild,“ sagði Cesare Marchetti, umboðsmaður Árna.
,,Það er til dæmis Dynamo Kiev sem fylgist með honum og er áhugasamt. Það eru önnur lið bæði í Úkraínu og erlendis.“
Það væri stórt skref fyrir Árna að semja við Dynamo Kiev en þar hafa margir frábærir leikmenn spilað og hefur liðið leikið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.