Louis van Gaal fyrrum stjóri Manchester United, er duglegur að hjóla í sitt gamla félag. Hann er reiður að hafa verið rekinn úr starfi árið 2016.
Van Gaal segir að United sé stjórnað af manni sem veit ekkert um fótbolta, Ed Woodward.
Woodward er stjórnarformaður félagsins en hann fær harða gagnrýni fyrir þá stöðu sem félagið er í.
,,Hjá Bayern er fólk sem þekkir fótbolta, ég bar alltaf virðingu fyrir því,“ sagði Van Gaal.
,,Hjá Manchester United var Ed Woodward gerður að stjórnarformanni, maður sem hefur ekki neinn skilning á fótbolta. Hann var áður að starfa í banka.“
,,Það getur ekki verið gott fyrir félag að vera aðeins rekið sem fyrirtæki á markaði.“