Mesut Özil, leikmaður Arsenal, var fúll á dögunum eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Baku.
Arsenal mætti þar grönnum sínum í Chelsea í úrslitaleiknum en þurfti að sætta sig við 4-1 tap.
Özil var á meðal þeirra leikmanna sem náðu sér ekki á strik og var tekinn af velli í síðari hálfleik.
Özil lét Unai Emery, stjóra Arsenal, aðeins heyra það eftir skiptinguna en samband þeirra þykir ekki vera of gott.
,,Ég sver það, þú ert enginn þjálfari,“ sagði Özil við Emery en tyrknenski miðillinn Fanatik greinir frá.
Útlit er fyrir að Özil sé á förum frá Arsenal í sumar miðað við nýjustu fregnir en frammistaða hans á tímabilinu var ekki of sannfærandi