Neymar, leikmaður PSG hafnar því alfarið að hafa nauðgað konu í París á dögunum. Kæra var lögð fram fyrir helgi.
UOL Sport ræddi við konuna sem sakar Neymar um nauðgun, hún er frá Brasilíu. Neymar flaug henni til Parísar, til að hitta sig.
Sagt er að Neymar hafi mætt vel ölvaður á hótel hennar í París. Sofitel Paris Arc Du Triomphe, sem hann hafð bókað fyrir hana. Þetta var 15 maí, sagt er að Neymar hafi verið bæði árásargjarn og ágengur. Áður en brotið átti sér stað.
Neymar hafnar þessum ásökunum og segist eiga sönnunargögn sem sanni það, þar á meðal eru samskipti við konuna. Hann segist hafa rætt við hana eftir þessa meintu nauðgun.
Þar ku hún hafa reynt að kúga fé af Neymar, hann hefur afhent lögreglu í Brasilíu þau gögn.