fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Svindlað á fyrrum leikmanni Liverpool: Hélt að hann væri að fara á úrslitaleikinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. maí 2019 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Morgan fyrrum framherji Liverpool, fær ekki að upplifa það að fara á úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ekki nema að eitthvað ótrúlegt gerist.

Morgan ólst upp hjá Liverpool og lék með aðalliði félagsins, áður en hann fór árið 2014. Hann leikur í dag með Curzon Ashton, í utandeildinni.

Hann lék með aðalliði Liverpool tímabilið 2012/2013 en síðan þá hefur hann farið víða. Hann ætlaði sér að fara á úrslitaleik Meistaradeildarinnar, til a sjá sína menn mæta Tottenham. Leikurinn fer fram á laugardag í Madríd.

Það er hins vegar búið að svindla á Morgan sem ætlaði til Belfast í dag til að sækja miðana sína. Hann er búinn að bóka flug og hótel í Madríd en miðana fær hann ekki.

,,Hvaða möguleika á maður þegar það er svona fólk til í heiminum,“ skrifar Morgan á Twitter.

,,Var að fara í flug til Belfast í morgun til að sækja miðana, fæ þá skilaboð um að hann geti ekki hitt mig. Flug og hótel í Madríd bókað, ég hélt ég væri með miða líka. Er í áfalli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið