Nú er í gangi leikur Arsenal og Chelsea en liðin eigast við í úrslitum Evrópudeildarinnar.
Búið er að flauta fyrri hálfleikinn af en staðan er markalaus eftir ansi daprar fyrstu 45 mínútur í Baku.
Stemningin á vellinum er einnig frekar slæm en það er mikið af auðum sætum í Aserbaídsjan.
Það var gagnrýnt fyrir leik og talaði Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Chelsea, til að mynda um málið.
,,Það er sorglegt að sjá svona andrúmsloft í svona stórum leik, kannski er það staðsetningin,“ sagði Fabregas.
Blaðamaðurinn Andy Lines er einnig staddur í Baku og sér vel hvernig andrúmsloft er boðið upp á.
,,Þetta er ótrúlegt – það eru fjórar mínútur þar til leikurinn hefst og það er gríðarlega mikið af auðum sætum.“
Chelsea og Arsenal fengu aðeins um 6 þúsund miða hvor á leikinn en völlurinn getur haldið tæplega 70 þúsund manns.