Petr Cech byrjar í marki Arsenal í kvöld sem spilar við Chelsea í úrslitum Evrópudeildarinnar.
Cech mætir sínum gömlu félögum í kvöld og mun Olivier Giroud einnig mæta sínum gömlu félögum í Arsenal.
Stærstu fréttir kvöldsins eru þær að N’Golo Kante byrjar hjá Chelsea þrátt fyrir að vera smávægilega meiddur.
Hér má sjá byrjunarliðin.
Arsenal: Cech; Sokratis, Koscielny, Monreal; Maitland-Niles, Torreira, Xhaka, Kolasinac; Özil; Lacazette, Aubameyang.
Chelsea: Kepa; Azpilicueta, Christensen, David Luiz, Emerson; Jorginho, Kanté, Kovacic; Pedro, Giroud, Hazard.