fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Moyes vildi ungur fá Ögmund í stórlið: Foreldrar hans voru á öðru máli

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. maí 2019 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Kristinsson hefur verið í atvinnumennsku síðustu fimm ár og hefur átt farsælan feril. Ögmundur fagnar þrítugsafmæli sínu í sumar, hann er á besta aldri þegar kemur að markvörslu. Hann ólst upp í Safamýri og er Framari, hefur að mestu vermt bekkinn hjá íslenska landsliðinu en vonast eftir tækifæri og trausti innan tíðar. Ögmundur var gestur í hlaðvarpsþætti okkar, 90 mínútum, sem má nálgast í heild á vefnum, og í hlaðvarpsveitum og Spotify.

Ögmundur var að klára sitt fyrsta tímabil í Grikklandi en hann leikur með AEL Larissa. Markvörðurinn átti frábært tímabil og stærri félög hafa áhuga á að kaupa hann í sumar. „Þetta er mjög sterk deild með mjög sterkum liðum. Það gleymist aðeins þegar maður hugsar um grísku deildina. Þessi stóru lið eru virkilega góð og virkilega sögufræg í Evrópukeppnum. Það var eiginlega aldrei spurning hvort maður færi þangað,“ segir Ögmundur um dvölina í Grikklandi.

„Þetta er öðruvísi kúltúr, að jafnaði eru þeir frekar rólegir Grikkirnir, þeir eru bara með kaffibollann sinn á kaffihúsi að slaka á. Svo virðast þeir umturnast svolítið þegar fótboltinn byrjar. Leikmenn og þá sérstaklega dómarar fá að heyra það. Það er gott að búa þarna. Þú þarft að koma þér inn í kúltúrinn, matarvenjur og slíkt, þeir borða seint á kvöldin vegna hitans, búðirnar eru lokaðar frá eitt til sex nánast alla daga. Um leið og þú kemur þér inn í venjurnar þá er ekki yfir neinu að kvarta.“

Þjálfarinn vildi ekki hleypa honum í jarðarför
Í viðtalinu ræðir Ögmundur um dvölina í Hollandi, en hann yfirgaf Excelsior síðasta sumar eftir að hafa lent upp á kant við þjálfarann. „Ég kunni vel við þjálfarann og markmannsþjálfarann líka. Í nóvember var á leiðinni á völlinn og pabbi hringdi í mig. Hann sagði mér að afi hafi verið að deyja,“ sagði Ögmundur. Hann ákvað þó að spila leikinn og ræða málið við þjálfarann eftir hann.

„Þetta hafði legið í loftinu og varð þannig séð ekkert sjokk, eða eitthvað svoleiðis. Svo spilaði ég bara leikinn, við töpuðum 3-1 gegn NAC Breda sem var á svipuðum slóðum og við í deildinni og við hefðum kannski átt að vinna. Mörkin sem ég fékk á mig voru vítaspyrna, einn á móti einum og svo eitt þar sem ég hefði getað gert betur, en það var á 90. mínútu. Hvort það var vendipunktur eða ekki veit ég ekki.“

Ögmundur fór á skrifstofu þjálfarans næsta dag og bað um leyfi til að fara í jarðarför afa síns. „Ég sagði honum að afi hefði verið að deyja. Ég vildi láta hann vita að ég vildi fara heim í jarðarförina, ef að það væri möguleiki. Hann tók eitthvað illa í þetta og eftir það var stirt á milli okkar. Mér fannst asnalegt hvernig hann tók í þetta. Það var eins og þetta væri mér að kenna, að ég hefði átt að láta hann vita fyrr sem var ekki möguleiki. Átti ég að segja honum 40 mínútum fyrir leik að þetta hefði verið að gerast?“

Vakti ungur áhuga
Ögmundur var ungur að árum þegar stórlið Rangers vildi fá hann, David Moyes eldri vildi þá fá hann til félagsins en foreldrar Ögmundar stoppuðu það. „Fyrsta atvinnumannapæling sem ég fékk var ég í grunnskóla. Það eru fáir sem vita um það. Við vorum í tíunda bekk og fórum í æfingaferð til Skotlands og spiluðum þrjá leiki, þar á meðal við Rangers. Það gekk mjög vel hjá mér í þessum þremur leikjum og sérstaklega gegn Rangers þótt við töpuðum, örugglega 4-0 eða 5-0. Það gekk vel.

Þá var Moyes eldri þarna á staðnum og hann kom og hitti mig á hótelinu eða þar sem við gistum. Hann spurði hvort ég hefði áhuga á að koma til Rangers. Ég sagði að það hefði ég svo sannarlega, ég var alveg meira en klár og allt það, en foreldrar mínir tóku ekki alveg jafnvel í það. Að fara út 14 eða 15 ára að elta drauminn. Ég átti að fara í skóla og svoleiðis og sú varð raunin. Ég reyndi ekki að tala þau til. Eftir á að hyggja hefði ég átt að pressa meira á þetta, en ég pældi ekki mikið í því þá. Ég var sáttur í Fram og við að fara í Verzló. Ég var rólegur með þetta.“

Fór langt niður eftir sms frá KSÍ
Það vakti talsverða athygli síðasta sumar þegar Ögmundur var ekki í hópi Íslands sem fór á HM, flestir töldu öruggt að hann yrði á meðal þeirra 23 leikmanna sem Heimir Hallgrímsson valdi. Það var högg fyrir Ögmund að fá skilaboð um annað. „Ég ætla ekkert að ljúga hvað það varðar, það var mjög erfiður dagur. Ég fór langt niður og þetta kom mér á óvart,“ segir Ögmundur.

„Ég var búinn að vera fastamaður í fimm eða sex ár og hafði spilað í undankeppninni fyrir HM sem kom liðinu á HM. Leikurinn á móti Finnum heima, sem var mjög dramatískur og mikilvægur þegar upp var staðið, hafði unnist. Þetta var gríðarlega svekkjandi og það kom mér á óvart. Ég fékk tíðindin í smáskilaboðum. Þetta var alvöru skellur. Ég trúði þessu ekki, ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég fór bara langt niður, en það er búið og gert,“ segir Ögmundur sem er mættur aftur í íslenska landsliðið og gæti fengið tækifæri sem fyrsti markvörður, von bráðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Howe virðist staðfesta brottför Isak

Howe virðist staðfesta brottför Isak
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp
433Sport
Í gær

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Í gær

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Í gær

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina