Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, var reiður á æfingu liðsins í dag fyrir leik gegn Arsenal á morgun.
Sarri stýrir Chelsea í stærsta leik tímabilsins á morgun en úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram.
Í kvöld birtist myndband af Sarri þar sem má sjá hann mjög pirraðan á æfingu.
Samkvæmt fregnum var hann pirraður út í varnarmanninn David Luiz og hans hegðun.
Myndbandið má sjá hér.
Whaaat? Maurizio Sarri leaving Chelsea training being mad at David Luiz behaviour pic.twitter.com/4x3hGpRPIC
— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) 28 May 2019