Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, veit vel í hversu góðu formi hann er og fer ekki leynt með það.
Ronaldo er mjög agaður atvinnumaður en hann er þekktur fyrir það að æfa eins og skepna og vill vinna allt mögulegt.
Portúgalinn er 34 ára gamall í dag en hann er nú kominn í sumarfrí eftir gott tímabil með Juventus.
Ronaldo birti mynd á Twitter síðu sína í dag þar sem má sjá í nákvæmlega hversu góði formi hann er.
Það vantar ekki vöðvana á sóknarmanninn sem mun örugglega spila í mörg, mörg ár til viðbótar.
Færslu hans má sjá hér.
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) 27 May 2019