Loris Karius, markvörður Liverpool, spilaði með tyrknenska félaginu Besiktas á þessu tímabili.
Karius býr nú í Tyrklandi ásamt kærustu sinni Sophia Thomalla en lánssamningurinn var til tveggja ára.
Karius er ekki of vinsæll á meðal stuðningsmanna Besiktas en hann gerði nokkur slæm mistök á leiktíðinni.
Sophia þurfti að taka við áreiti vegna frammistöðu Karius en spreyjað var „Aumingi“ á bíl hennar á dögunum.
Sophia birti mynd af þessu á Instagram síðu sinni og gagnrýnir þessa hegðun stuðningsmanna.
Óvíst er hvar Karius mun spila á næstu leiktíð en hann á ekki framtíð fyrir sér hjá Liverpool og er ekki víst að Besiktas vilji halda honum.