Ross McCormack, sóknarmaður Aston Villa mun hækka vel í launum eftir að Aston Villa komst upp í ensku úrvalsdeildina. Þetta gerist þrátt fyrir að Aston Villa, vilji ekki hafa hann.
McCormack kom til Villa árið 2016 og þá borgaði félagið 12 milljónir punda fyrir hann. Framherjinn er 32 ára gamall en hefur ekki spilað í 616 daga fyrir félagið.
Hann fór í stríð við Steve Bruce, þá stjóra liðsins og hefur verið á láni hjá fjórum félögum.
Laun hans hækka nú í 70 þúsund pund á vikum eða 11 milljónir íslenskra króna. Fleiri leikmenn Villa hækka hressilega í launum.
Birkir Bjarnason er á mála hjá Aston Villa, hann gæti farið í sumar. Búist er við að laun Birkis hækki eins og hjá flestum öðrum leikmönnum félagsins.