Naby Keita verður ekki með Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, gegn Tottenham. Leikurinn fer fram á laugardag.
Keita meiddist í undanúrslitum gegn Barcelona og hefur ekki náð heilsu. Hann er þó byrjaður að æfa, en ekki að fullum krafti.
Miðjumaðurinn verður ekki með á laugardaginn í Madríd. „Það er ekki möguleiki fyrir Naby,“ sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool um stöðu mála.
Keita er frá Gíneu og er í hópi liðsins fyrir Afríkukeppnina í sumar. ,,Hann er að ná sér, við sjáum hvernig það fer. Hvort hann geti spilað í sumar.“
Góðu fréttirnar fyrir Liverpool eru að Roberto Firmino er í fullu fjöri á nýjan leik. ,,Bobby æfði á fullu í síðustu viku og var í mjög góðu standi, allt er í góðu þar. Við gáfum honum svo smá frí og hann byrjar aftur að æfa á morgun.“
,,Hann lítur mjög vel út, hann verður í toppstandi held ég.“