Ef marka má ensk blöð þá er ansi líklegt að Sheikh Khaled kaupi Newcastle af Mike Ashley.
Sagt er að Ashley sé að fá 350 milljónir punda fyrir félagið.
Ljóst er að koma Sheikh myndi styrkja fjárhag félagsins afar mikið og eru ensk blöð, að skoða hvað Rafa Benitez gæti verslað.
Talið er að Benitez gæti reynt að fá Danny Welbeck, Fernando Torres og Juan Mata. Welbeck og Mata gætu komið frítt.
Dwight McNeil leikmaður Burnley er sagður á óskalista Newcastle en félagið gæti einnig fengið Jetro Williams, bakvörð Frankfurt.
Þá er einnig talað um að Rafa Benitez væri til í að fá Alphonse Areola, markvörð PSG. Svona gæti byrjunarlið Newcastle þá orðið.