Það er erfitt að finna knattspyrnuaðdáenda sem er illa við Claudio Ranieri sem er í dag stjóri Roma.
Ranieri þykir vera einn vinalegasti maður knattspyrnunnar og hefur komið víða við á sínum þjálfaraferli.
Hann fékk það verkefni í vetur að taka við Roma og stýra liðinu út tímabilið. Hann er uppalinn hjá félaginu og þjálfaði það einnig frá 2009 til 2011.
Ranieri er þekktastur fyrir árangur sinn hjá Leicester City er liðið vann ensku úrvalsdeildina árið 2016.
Ítalanum tókst ekki að koma Roma í Meistaradeildina á ný en lokaumferð deildarinnar fór fram um helgina.
Stuðningsmenn Roma þökkuðu þó Ranieri fyrir góð störf en hann mun ekki stýra liðinu á næstu leiktíð.
Ranieri grét á hliðarlínunni er stuðningsmenn sungu hans nafn og mættu með risastóran borða honum til heiðurs.
Claudio Ranieri struggling to hold back the tears when the fans thanked him during the game last night said everything about just how much it meant for him to return home to coach Romapic.twitter.com/EAwXTCBYzh
— Paul Rogers (@PaulRogers73) 27 May 2019