Birkir Bjarnason er ekki í leikmannahópi Aston Villa í leiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Birkir hefur verið í kuldanum hjá Villa síðustu vikur og það heldur áfram gegn Derby.
Mikið er undir í leiknum, laust sæti í deild þeirra bestu og milljarðar í boði fyrir liðið sem vinnur.
Byrjunarliðin í leiknum eru hér að neðan.
Aston Villa: Steer, Elmohamady, Tuanzebe, Mings, Taylor, Hourihane, McGinn, Grealish, Adomah, El Ghazi, Abraham.
Derby: Roos, Bogle, Keogh, Tomori, Cole, Lawrence, Johnson, Mount, Huddlestone, Bennett, Wilson.