fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Plús og mínus: Það þarf einhver að kíkja á vegabréfið hans

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. maí 2019 19:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR vann sterkan sigur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er liðið heimsótti Víking Reykjavík í sjöttu umferð sumarsins.

Aðeins eitt mark var skorað á Eimskipsvellinum en það gerði Óskar Örn Hauksson fyrir gestina.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Það má vel segja að þessi sigur hafi verið verðskuldaður hjá KR. Fjörið var lítið en þetta eina mark reyndist nóg.

KR-ingar voru sniðugir og leyfðu Víkingum bara að spila boltanum sín á milli. Skapaði litla hættu og gestirnir voru ekki að taka óþarfa áhættur með boltann.

Óskar Örn Hauksson var enn og aftur frábær fyrir KR. Það þarf einhver að kíkja á vegabréfið hans, ég trúi því ekki að hann sé að verða 35 ára gamall.

Mínus:

Það er búið að gefa Víkingum hrós fyrir að reyna að spila flottan bolta og ætlar Arnar Gunnlaugsson að gjörbreyta leik liðsins. Er það samt að virka? Maður spyr sig, eru þeir með gæðin í að gera þetta?

Í hvert einasta skipti er boltinn settur á fyrsta varnarmann. Það getur auðvitað skilað sér en það er eins og margir leikmenn séu villtir og viti ekki alveg hvað þeir eigi að gera án bolta.

Sölvi Geir Ottesen fékk að líta beint rautt spjald í leiknum sem er áhyggjuefni. Virtist gefa KR-ingi olnbogaskot innan teigs.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hefði alveg mátt sjá gult eða rautt spjald í dag. Orðbragðið sem var notað á hliðarlínunni var alls ekki fallegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Vill ekki kenna markmanninum um eftir leikinn í gær: ,,Má samt ekki gerast“

Vill ekki kenna markmanninum um eftir leikinn í gær: ,,Má samt ekki gerast“
433Sport
Í gær

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik