fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

KR harmar fordómafull ummæli Björgvins: „Eiga ekki erindi í umræðu um íslenskan“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. maí 2019 10:30

Björgvin er á bekknum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR harmar þau ummæli sem Björgvin Stefánsson lét falla um Archange Nkumu leikmann Þróttar í gær.

Björgvin, leikmaður KR í Pepsi Max-deild karla, lét ummælin falla í beinni útsendingu á Haukar TV í gær. Björgvin sá um að lýsa leik Hauka og Þróttar R. á Haukar TV en þau lið áttust við í Inkasso-deild karla.

Björgvin er fyrrum leikmaður Hauka en hann tjáði sig um Nkumu, leikmann Þróttar. ,,Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin.

Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ safnar nú gögnum í máli Björgvin Stefánssonar, eftir að hann lét rasísk ummæli falla í gær. Þetta staðfesti hún í samtali við 433.is. Björgvin baðst afsökunar á ummælunum skömmu eftir að þau féllu. Ákvæði eru í reglugerð KSÍ sem gera framkvæmdarstjóra, heimilt að vísa málinu til aga og úrskurðarnefndar.

,,Stjórn Knattspyrnudeildar KR harmar ummæli, sem Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, lét falla í gærkvöld um leikmann Þróttar, er hann lýsti leik þeirra og Hauka í Inkasso deildinni. Björgvin hefur beðist afsökunar og lýst því sjálfur að hann hafi gerst sekur um hrapalegt dómgreindarleysi. Ummæli eins og um ræðir eiga ekki erindi í umræðu um íslenskan fótbolta frekar en annars staðar;“ segir í yfirlýsingu KR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirmaður hjá PSG útskýr af hverju félagið henti Donnarumma út

Yfirmaður hjá PSG útskýr af hverju félagið henti Donnarumma út
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hákon Rafn fór úr því að vera skúrkur í það að vera hetja Brentford – Varði tvær spyrnur í vítaspyrnukeppni

Hákon Rafn fór úr því að vera skúrkur í það að vera hetja Brentford – Varði tvær spyrnur í vítaspyrnukeppni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuð í Meistaradeildinni í kvöld: Mbappe skoraði tvö og Trent meiddist í sigri Real – Átta mörk í seinni hálfleik á Ítalíu

Stuð í Meistaradeildinni í kvöld: Mbappe skoraði tvö og Trent meiddist í sigri Real – Átta mörk í seinni hálfleik á Ítalíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Í gær

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Í gær

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar