fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

KR harmar fordómafull ummæli Björgvins: „Eiga ekki erindi í umræðu um íslenskan“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. maí 2019 10:30

Björgvin er á bekknum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR harmar þau ummæli sem Björgvin Stefánsson lét falla um Archange Nkumu leikmann Þróttar í gær.

Björgvin, leikmaður KR í Pepsi Max-deild karla, lét ummælin falla í beinni útsendingu á Haukar TV í gær. Björgvin sá um að lýsa leik Hauka og Þróttar R. á Haukar TV en þau lið áttust við í Inkasso-deild karla.

Björgvin er fyrrum leikmaður Hauka en hann tjáði sig um Nkumu, leikmann Þróttar. ,,Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin.

Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ safnar nú gögnum í máli Björgvin Stefánssonar, eftir að hann lét rasísk ummæli falla í gær. Þetta staðfesti hún í samtali við 433.is. Björgvin baðst afsökunar á ummælunum skömmu eftir að þau féllu. Ákvæði eru í reglugerð KSÍ sem gera framkvæmdarstjóra, heimilt að vísa málinu til aga og úrskurðarnefndar.

,,Stjórn Knattspyrnudeildar KR harmar ummæli, sem Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, lét falla í gærkvöld um leikmann Þróttar, er hann lýsti leik þeirra og Hauka í Inkasso deildinni. Björgvin hefur beðist afsökunar og lýst því sjálfur að hann hafi gerst sekur um hrapalegt dómgreindarleysi. Ummæli eins og um ræðir eiga ekki erindi í umræðu um íslenskan fótbolta frekar en annars staðar;“ segir í yfirlýsingu KR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot