fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Hannes segir mál Gary Martin ekki trufla: „Þetta er rætt eins og ann­ars staðar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. maí 2019 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur reynir að semja við Gary Martin um starfsflok við félagið. Fótbolti.net segir frá.

Gary hefur ekki fengið að æfa með Val frá því að 433.is greindi frá því að félagið vildi losna við hann.

Tíðindin koma talsvert á óvart því ekki eru nema rúmir fjórir mánuðir síðan að Valur setti allt sitt traust á breska framherjann. ,,Ég er búinn að tilkynna honum að hann megi finna sér nýtt félag, Gary er fínn drengur og búinn að standa sig vel. Hann hentar ekki okkar leikstíl,“ sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals í samtali við 433.is.

Þetta er í eina skiptið sem Ólafur hefur tjáð sig um málið, síðan þá hefur hann ekki viljað ræða það.

Gary er með samning við Val til ársloka 2021, það gæti því reynst dýrt fyrir Val að semja um starfslok við hann. Samningurinn er langur og ljóst er að Gary er einn launahæsti leikmaður deildarinnar.

Hannes Þór Halldórsson, ræðir málið við Morgunblaðið. Hefur það truflað liðið?

„Nei, það finnst mér ekki. Auðvitað er þetta rætt eins og ann­ars staðar,“ sagði Hannes við mbl.is.

,,Þetta er þarna en síðan þetta mál kom upp höf­um við unnið einn leik og spilað fín­an leik á móti FH. Þetta hef­ur því ekki haft nein áhrif og ég held að það muni ekki gera það,“ sagði Hann­es.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Útskýringar Fernandes eftir gærdaginn vekja furðu margra

Útskýringar Fernandes eftir gærdaginn vekja furðu margra
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu