Elías Már Ómarsson var í dag valinn leikmaður mánaðarins í hollensku úrvalsdeildinni.
Elías hefur verið magnaður fyrir lið Excelsior undanfarið og reyndist mikilvægur í fallbaráttunni.
Excelsior er þó á leið í umspilsleik um að halda sæti sínu í efstu deild eftir ansi brösugt gengi.
Elías var valinn besti leikmaðurinn í maí og kemst í hóp með frábærum leikmönnum.
Leikmenn á borð við Robin van Persie, Hakim Ziyech, Nicolas Tiagliafico, Frenkie de Jong, Dusan Tadic og Martin Odegaard hafa unnið verðlaunin í vetur.
Elías á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og fer líklega í sumar ef Excelsior fellur.