fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Óli Jó neitar að tjá sig um málið sem allir eru að ræða: ,,Ég get ekkert sagt“

Victor Pálsson
Mánudaginn 20. maí 2019 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sá sína menn tapa þriðja leik sumarsins í kvöld gegn FH.

Valur spilaði ágætlega á köflum í kvöld en það voru FH-ingar sem fögnuðu að lokum 3-2 sigri.

,,Þetta eru tvö góð lið og þetta er einhver valdabarátta um einhverjar stöður í leiknum og svona leikir vinnast oft á föstum leikatriðum,“ sagði Ólafur.

,,Spilamennskan var fín í alla staði. Það er mikið að fá á sig þrjú mörk en það er stundum svona að þegar hlutirnir eru ekki að falla fyrir manni þá er eins og allt fari á móti manni og mér finnst það vera þannig í dag.“

,,Þú uppskerir bara það sem staðan segir, þú uppskerir ekkert meira en það svo við getum ekki kvartað yfir því.“

,,Við erum bara á sama stað og í byrjun, það er ekkert vesen á okkur.“

Við spurðum Óla svo út í Gary Martin, framherja liðsins, en hann var ekki valinn í leikmannahópinn, annað skiptið í röð.

,,Nei. Ég get ekkert sagt um það,“ svaraði Ólafur en hann gat ekki tjáð sig um hvort Gary væri að æfa með félaginu eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

U19 ára landsliðshópur vekur athygli: Tíu leika erlendis – Sonur Arnars Þórs einn þeirra

U19 ára landsliðshópur vekur athygli: Tíu leika erlendis – Sonur Arnars Þórs einn þeirra
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Patrick Pedersen hafði fundið fyrir sársauka um langt skeið áður en hann sleit hásinina

Patrick Pedersen hafði fundið fyrir sársauka um langt skeið áður en hann sleit hásinina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Í gær

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy