Karamoko Dembele spilaði í dag sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir skoska stórliðið Celtic.
Dembele er efnilegur leikmaður en hann hefur lengi verið í akademíu Celtic.
Dembele fékk tækifæri í lokaleik tímabilsins gegn Hearts í dag en hann er ný orðinn 16 ára gamall.
Þá er Dembele ekki eins þroskaður og aðrir 16 ára leikmenn en hann er til að mynda aðeins 1,60 sentimetrar á hæð.
Það vakti verðskuldaða athygli er Dembele kom við sögu í dag en hann lítur út fyrir að vera töluvert yngri en hann er.
,,Hversu gamall er þessi strákur? Hvað er í gangi?“ skrifar einn stuðningsmaður á Twitter. Annar bætir við: ,,Eruði vissir um að hann sé eldri en tíu ára?“
Sjón er sögu ríkari!
Karamoko Dembele’s highlights from his Celtic first team debut, at the age of 16 pic.twitter.com/DITHvvnllX
— The Render (@TheRenderSports) 19 May 2019