fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Fyrstu bræðurnir til að mætast í Evrópu voru Íslendingar

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. apríl 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, ræddi við Heimi Karlsson í gær en hann var gestur í svokölluðu páskaviðtali.

Atla ættu allir að þekkja en hann lék á sínum tíma 70 landsleiki fyrir Ísland og þjálfaði svo liðið frá 1999 til 2003.

Hann hóf ferilinn hér heima með Val og skoraði þá 31 mark í 93 leikjum með meistaraflokk áður en hann hélt til Borussia Dortmund.

Atli segir frá skemmtilegri staðreynd í viðtalinu sem tengist bróður hans, Jóhannesi Eðvaldssyni.

Jóhannes var einnig atvinnumaður og lék lengst með Celtic í Skotlandi í fimm ár frá 1975 til 1980.

Þeir voru fyrstu bræðurnir til að mætast í Evrópuleik er Valur og Celtic mættust árið 1975.

,,Fyrsti Evrópuleikurinn gegn stórliði var Celtic árið 1975 og þar var Búbbi bróðir. Við vorum fyrstu bræðurnir sem mættust í Evrópuleik!“ sagði Atli.

,,Leikurinn fór 2-0 hér heima fyrir Celtic og svo fóru þessir ungu 16-17 ára strákar til Celtic fyrir framan 70 þúsund manns og við töpuðum 7-0.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld

Spánn: Real getur orðið sófameistari í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar
433Sport
Í gær

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld