fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433

Töpuðu gegn United en hengdu ekki haus: Sjö af 11 spiluðu í stórkostlegum sigri í kvöld

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Ajax er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir leik við ítalska stórliðið Juventus í kvöld.

Ajax vann magnaðan 2-1 sigur á heimavelli Juventus en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Hollandi.

Fyrir tveimur árum spilaði Ajax við Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar og tapaði.

Liðið fékk þó mikið hrós enda fullt af gríðarlega ungum og efnilegum leikmönnum sem spiluðu.

Að liðið hafi komist í úrslit það árið var engin heppni en sjö af 11 leikmönnum sem spiluðu í kvöld voru hluti af hópnum sem tapaði gegn United.

Ajax hefur verið á gríðarlegri uppleið síðan þeir töpuðu úrslitaleiknum og hafa farið í aðra átt en United þrátt fyrir að hafa eytt mun minni upphæð.

Það er hægt að segja að tapið hafi aðeins styrkt þessa leikmenn Ajax og er félagið til alls líklegt í keppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina