fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Aron Einar: Þetta var illa tapað hjá okkur – Ekki leikkerfinu að kenna

Victor Pálsson
Mánudaginn 25. mars 2019 22:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, ræddi við blaðamenn í kvöld eftir 4-0 tap gegn Frakklandi.

Um var að ræða leik í undankeppni EM en Ísland átti í raun aldrei möguleika gegn heimsmeisturunum.

,,Maður hafði fína tilfinningu fyrir leiknum, fyrri hálfleikurinn spilaðist eins og hann spilaðist. Við vorum nokkuð solid, við gáfum ekki of mörg færi á okkur,“ sagði Aron.

,,Við fengum á okkur mark sem við fáum ekki oft á okkur. Seinni bylgja eftir fast leikatriði en svo var seinni hálfleikurinn eins og fyrri hálfleikurinn á EM. Þeir komust of oft aftur fyrir okkur og við vorum einhvern veginn ekki á tánum.“

,,Ég veit ekki hvað það var, við náðum bara ekki að komast almennilega framan í þá og bárum kannski of mikla virðingu fyrir þeim. Þetta var illa tapað hjá okkur, 4-0 illa tapað.“

,,Það kemur kannski inn í hausinn á manni að maður er í séns og við þurfum bara eitt fast leikatriði til að skora en mér fannst við samt vera að bíða of lengi. Við lærum af því, það er hægt að tapa lærdóm af þessu.“

,,Við höfum spilað þetta system áður. Við fórum almennilega í gegnum það og eins og ég segi þá vorum við aðeins að finna okkur í fyrri hálfleik. Við kennum ekki systeminu um. Við vorum bara á hælunum og þá sérstaklega í seinni hálfleik.“

Nánar er rætt við Aron hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City
433Sport
Í gær

Juventus leiðir kapphlaupið

Juventus leiðir kapphlaupið
433Sport
Í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær