fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Einn frægasti grannaslagur heims flautaður af: Leikmenn réðust að leikmönnum – ,,Ég á engin orð“

Victor Pálsson
Mánudaginn 18. mars 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástríðan í gríska fótboltanum er oft of mikil en stuðningsmenn þar í landi eiga það til að missa stjórn á sér.

Stærsti leikurinn þar í landi er viðureign Panathinaikos og Olympiakos en rígurinn er risastór þar á milli.

Leikur gærdagsins var stöðvaður eftir 70 mínútur en leikið var á Olympic vellinum í Aþenu.

Staðan var 1-0 fyrir Olympiakos er flautað var af en stuðningsmenn Panathinaikos reyndu að ráðast á varamannabekk gestaliðsins.

Eftir aðeins fimm mínútur reyndu stuðningsmenn Panathinaikos að komast að leikmönnum Olympiakos en leik var þó haldið áfram.

Í síðari hálfleik byrjuðu slagsmál á milli stuðningsmanna og lögreglu og var táragas notað til að stöðva lætin.

Marco Fritz, dómari leiksins, ákvað þá að kalla þetta gott og flautaði leikinn af er 20 mínútur voru eftir.

,,Þetta er hræðilegt, ég get ekki útskýrt þetta. Að komast inn á völlinn.. Að elta okkar leikmenn.. Ég á engin orð,“ sagði Kostas Fortounis, leikmaður Olympiakos.

,,Eftir markið okkar þá byrjuðu þeir að hópast inn á völlinn. Við gátum ekki haldið áfram. Þeirra leikmenn reyndu að róa þá en þeir voru ekki rólegir.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu viðbrögð Mbappe í gær – Allt annað en skemmt yfir þessari spurningu

Sjáðu viðbrögð Mbappe í gær – Allt annað en skemmt yfir þessari spurningu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aftur vekur athæfi Darwin Nunez á Instagram athygli – Sjáðu myndina sem hann birti í dag

Aftur vekur athæfi Darwin Nunez á Instagram athygli – Sjáðu myndina sem hann birti í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal og Manchester United áhugasöm um framherja sem fæst ódýrt – Annað félag leiðir þó kapphlaupið

Arsenal og Manchester United áhugasöm um framherja sem fæst ódýrt – Annað félag leiðir þó kapphlaupið
433Sport
Í gær

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar
433Sport
Í gær

Chelsea vonast til að geta keypt Osimhen í sumar

Chelsea vonast til að geta keypt Osimhen í sumar