Nabil Fekir, fyrirliði Lyon, var hársbreidd frá því að ganga í raðir Liverpool síðasta sumar áður en HM í Rússlandi hófst.
Fekir var opinn fyrir því að yfirgefa Lyon í sumar en skiptin til Liverpool gengu svo ekki upp.
Nú er janúarglugginn opinn á ný og er talað um það að miðjumaðurinn sé í viðræðum við önnur félög.
Þær sögusagnir eru orðnar háværari en Fekir mun ekki spila með Lyon í franska bikarnum um helgina. Hann er ekki í hópnum.
Fekir er ekki meiddur og er leikfær og er því talað um að hann gæti verið að skipta um félag.
Hvaða lið er í bílstjórasætinu er óljóst en eigandi Lyon hefur gefið það út að Fekir sé til sölu fyrir rétt verð.