fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433

Gylfi hefur tekið fram úr Eiði Smára: Hermann á toppnum – Sjáðu ítarlega samantekt

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn næstleikjahæsti íslenski leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann fór á dögunum fram úr Eiði Smára Guðjohnsen og hefur nú leikið 221 leiki í vinsælustu íþróttadeild í heimi. Ekki er ólíklegt að Gylfi muni einn daginn taka fram úr Hermanni Hreiðarssyni sem lék 332 leiki í deildinni. Gylfi þarf að klára þetta tímabil og þrjú til viðbótar að öllum líkindum til að ná Hermanni.

Þrjú félög Gylfa:
Gylfi hefur leikið fyrir þrjú félög í ensku úrvalsdeildinni, flestir af leikjum hans hafa verið á vegum Swansea en talsverður fjöldi fyrir bæði Everton, sem hann leikur með í dag, og einnig Tottenham. Hermann lék leikina sína með sex félögum, Eiður Smári með fjórum en 186 af þeim komu með Chelsea. Tveir fyrrverandi leikmenn Bolton koma í fjórða og fimmta sæti yfir leiki Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni.

Þrír leikmenn í deildinni í dag
Þrír íslenskir leikmenn eru í deildinni í dag, auk Gylfa eru það Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Aron hefur lengst af verið í næstefstu deild með Cardiff og Coventry en er nú á sínu öðru tímabili í ensku úrvalsdeildinni, hann hefur spilað 27 leiki í deildinni. Jóhann Berg Guðmundsson er á sínu þriðja tímabili með Burnley í deildinni og hefur spilað 66 leiki, hann er áttundi leikjahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni.


1. Hermann Hreiðarsson (332 leikir)


2. Gylfi Þór Sigurðsson (221 leikur)


3) Eiður Smári Guðjohnsen (211 leikir)


4. Guðni Bergsson (135 leikir)


5. Grétar Rafn Steinsson (126 leikir)


6. Heiðar Helguson (96 leikir)


7. Ívar Ingimarsson (73 leikir)


8. Jóhann Berg Guðmundsson (66 leikir)


9. Arnar Bergmann Gunnlaugsson (45 leikir)


10. Brynjar Björn Gunnarsson (43 leikir)


11. Jóhannes Karl Guðjónsson (32 leikir)


12. Lárus Orri Sigurðsson (29 leikir)


13. Aron Einar Gunnarsson (27 leikir)

Aðrir:
14. Þorvaldur Örlygsson (15 leikir)
15. Þórður Guðjónsson (10 leikir)
16. Jóhann Birnir Guðmundsson (9 leikir)
17. Eggert Gunnþór Jónsson (3 leikir)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning

Myndband af Jökli vekur heimsathygli – Sjáðu magnaðan flutning
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Á leið aftur til Englands eftir misheppnaða dvöl á Ítalíu

Á leið aftur til Englands eftir misheppnaða dvöl á Ítalíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota
433Sport
Í gær

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United