fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
433Sport

Freyr um ungu kynslóðina: Alltof mikið að pakka í bómull

Victor Pálsson
Föstudaginn 26. október 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Fyrsti gestur þáttarins er Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins og fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins.

Freyr hefur lent í ýmsu á þjálfaraferlinum en það sem hann þolir minnst er að sjá frábæra leikmenn sóa hæfileikunum.

Freyr segir að það sé farið alltof vel með börn í dag og er í lagi að þau fái að kynnast smá hörku eins og eldri kynslóðir.

,,Ég held að þetta sé eitthvað sem verði alltaf partur af því sem ég horfi í. Það er ekkert meira óþolandi en að horfa á einhvern með hæfileika kasta því frá því hann er latur eða of góður við sjálfan sig,“ sagði Freyr.

,,Það er hins vegar líka okkar hlutverk, sérstaklega með unglinga og börn að gefa þeim tólin til þess að átta sig á því hvernig þau geta nýtt sér hæfileika sýna. Við erum alltof mikið að pakka börnum inn í bómull í dag. Það þarf allt að vera ‘perfect’ fyrir þau, þau þurfa ekki að takast á við neitt mótlæti.“

,,Völlurinn þarf að vera rennisléttur og það má alls ekki rigna og vera rok. Við þurfum að passa okkur á þessu, þau þurfa að læra að fara yfir hindrarirnar og þá ná þau í hæfileikana sína.“

Freyr fer svo nánar yfir leikmenn sem hann hefur orðið vitni af sem náðu aldrei þeim hæðum sem þeir hefðu getað náð.

,,Ég horfði á leikmenn bæði sem voru í kringum mig þegar ég var leikmaður og sem ég hef þjálfað sem hafa kastað frá sér hæfileikunum sínum.“

,,Það var einn leikmaður sem var mjög eftirminnilegur. Hann er jafn gamall Kolla og þér sem var í Leikni. Hann var markahæstur á Pollamótinu, hann var með sturlaða hæfileika. Hann fór bara á hjólabretti og eitthvað.“

,,Svo kom hann þegar ég tók við meistaraflokk, hann hafði ekki æft fótbolta í sjö ár eða eitthvað. Þá vildi hann koma til baka og ég leyfði honum að koma. Þetta var þarna, ‘unique talent’ en hann var búinn að eyða of miklum tíma á hjólabrettinu. Ég gat ekki tekið hann til baka þá.“

,,Svona dæmi þoli ég ekki en á sama tíma þá hvað hefði klúbburinn getað gert til að hjálpa honum? Ég var með leikmann sem fór til Molde ungur, Maggi Þorvarðar, hann meiðist og slítur krossband og það hefði verið hægt að hjálpa honum meira.“

Freyr ræðir svo frægu ‘fótboltahalla kynslóðina’ en börn nú til dags hafa það afar gott og fá reglulega að æfa inni ef veðrið er slæmt.

Flestir A landsliðsmenn í dag þurftu þó að kynnast öðru og æfðu reglulega í mjög slæmu veðri eða á malarvöllum.

,,Þetta er rangt sem hefur verið sagt um strákana sem þú ert að tala um. Þetta eru strákar sem voru úti á mölinni og þurftu að æfa í öllum veðrum og vindum. Þetta er ekki hin eiginlega ‘fótboltahalla kynslóð’. Það er kynslóðin sem er að koma núna.“

,,Við eigum eftir að sjá hvernig þeir bregðast við. Þessir gaurar sem eru núna í A landsliðinu og eru að nálgast þrítugt eru grjótharðir gæjar sem hafa farið í gegnum allt á sínum ferli. Við eigum eftir að sjá hvernig þessi gervigras kynslóð höndlar þetta.“

Freyr bætir svo við að foreldar geti gert meira og að það hjálpi engum ef þeir blandi sér of mikið í það sem börnin þurfa að ganga í gegnum hjá sínum félögum.

,,Mér finnst foreldrar í dag vera ofboðslega upplýstir og ofboðslega inn í öllu. Það er alltaf verið að passa upp á börnin sín. Það er klárlega fín lína á milli þess að vera eins og foreldrar mínir sem vissu ekki hvað ég var að gera og ég missti af öllum mótum og að vera með þau í bómull.“

,,Við getum fundið einhvern milliveg þarna. Ég held að við verðum að passa okkur á því að leyfa krökkunum að hafa fyrir hlutunum, að láta þau ekki hafa of góðar aðstæður til þess að æfa. Þau mega alveg æfa á lélegum velli annað slagið. Þau mega alveg þurfa að spila á parketinu í Fellaskóla. Það er allt í góðu. Auðvitað viljum við samt líka hafa hitt.“

Meira:
Þjálfarinn tók á móti Frey á typpinu í Danmörku: Hafði ekki efni á að splæsa í bjór og liðsfélagarnir reyktu jónu

Besta sem hefur komið fyrir Frey var að komast ekki í lögregluskóla: Stjórnarmaður Vals mætti heim til hans

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kjartan Henry tjáir sig um fagn Viðars: ,,Smá banter og allt fer á hliðina“

Kjartan Henry tjáir sig um fagn Viðars: ,,Smá banter og allt fer á hliðina“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans

Viðar Örn um fagnið sem allir eru að tala um: Ég ákvað að svara gríni Kjartans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni vill sjá þetta gerast í seinni hálfleik: ,,Þeir geta ekki neitt, verum alveg hreinskilnir þeir geta ekkert“

Bjarni vill sjá þetta gerast í seinni hálfleik: ,,Þeir geta ekki neitt, verum alveg hreinskilnir þeir geta ekkert“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum: Jarðar kynþokka íslenska liðsins – ,,Erfitt fyrir Rúrik að sjá þennan inná“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sló í gegn í Ófærð: Byggður upp með hörku í fótbolta -,,Hefur leyfi til að öskra á mann og niðurlægja“

Sló í gegn í Ófærð: Byggður upp með hörku í fótbolta -,,Hefur leyfi til að öskra á mann og niðurlægja“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna

Rooney myndi ekki þola að sjá Liverpool vinna
433Sport
Í gær

Alfreð er stríðsmaður: Gerði allt til þess að fara í landsliðið – ,,Þetta var slagur”

Alfreð er stríðsmaður: Gerði allt til þess að fara í landsliðið – ,,Þetta var slagur”
433Sport
Í gær

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“

Ánægður með að vera staddur erlendis: ,,Martröð fyrir okkur öll ef þeir vinna titilinn“