fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Þjálfarinn tók á móti Frey á typpinu í Danmörku: Hafði ekki efni á að splæsa í bjór og liðsfélagarnir reyktu jónu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. október 2018 16:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Fyrsti gestur þáttarins er Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins og fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins.

Farið verður um víðan völl en rætt verður við Frey um allan hans feril í fótbolta og hvernig það var að vaxa úr grasi í Breiðholti.

Freyr hélt ungur að árum til Danmerkur þar sem hann fór með kærustu sinni, þau hafa verið saman frá unga aldri og eru hjón í dag.

Freyr var ekki að sinna námi sínu hérna heima en kærastan hafði klárað nám sitt og vildi út.

,,Ég er lélegur námsmaður þarna, konan mín útskrifuð og ég kominn tvö ár eftir í menntaskóla, ég var með allt niðrum mig á þessum tíma. Ég var með kærustuna, fótboltann og var ekki í neinu rugli, en ég hafði ekki stjórn á neinu,“ segir Freyr í 90 mínútum.

,,Hún vill gera eitthvað eftir framhaldsskóla, ég fer með. Við erum 18-19 ára. VIð flytjum til Danmerkur, þetta er glórulaust. Við vorum bara með íbúð, vorum ekki með neina vinnu, töluðum ekki tungumálið. Ég þurfti að redda mér vinnur.“

Freyr hafð náð að redda sér á reynslu í atvinnumennsku í Danmörku án þess að vera neitt magnaður leikmaður.

,,Áður en við förum út er ég búinn að redda mér á reynslu með Farum sem er FC Nordsjælland í dag, kom mér á reynslu þar. Ég er svo bilaður á þessum aldri, ég taldi mig vera nógu góðan fyrir dönsku úrvalsdeildina en hafði verið að falla úr 2. deildinni á Íslandi. Ég laug að ég hefði spilað yngri landsleiki og að ég væri miklu betri en ég var. Ég lifði af þessar tvær vikur á reynslu þarna.“

Freyr vildi fá samning hjá félaginu og ætlaði að ræða við þjálfarann.

,,Ég fór á skrifstofuna hjá þjálfaranum eftir níu daga, ég var óþreyjufullur, ég vildi fá samning. Ég átti ekki pening fyrir lestinni, ég banka upp á, hann opnar á typpinu. Hann bauð mér inn, ég talaði ekki neina dönsku. Eftir fund vissi ég ekki hvort væri að fá samning eða ekki. Ég hringi í hann daginn eftir á ensku og hann útskýrir fyrir mér að ég væri ekki nógu góður en hann ætlaði að koma mér í 3. deildina.

,,Það var skemmtilegt, ég laug að öllum að ég væri atvinnumaður hérna heima. Ég vann í póstinum frá 05:00 til 13:00 og fór á æfingar.“

Freyr fór í neðri deildir í Danmörku en vinir hans hafa gaman af sögu þegar hann var blankur en var valinn maður leiksins. Maður leiksins átti að splæsa bjór á liðið.

,,Ég var búinn að gleyma þessu, það var annar leikurinn minn, ég átti varla fyrir lestinni í leikinn. Þetta var 20 mínútna ferðalag, ég var valinn maður leiksins. Ég kem í klefa og þá er sagt að ég eigi að fara að kaupa kassann, ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég ætlaði ekki að vera nýi gæinn sem tímdi ekki að kaupa mér bjór, ég bað þjálfarann að lána mér 40 danskar. Ég keypti þennan kassa, svo voru þarna barnastjörnur frá FCK sem voru búnir að sturta niður ferlinum, þeir voru að reykja jónur inni í klefanum. Þetta var breyting, ágætis þjálfari en hann rukkaði mig á hverjum degi í einn og hálfan mánuð. Ég náði að borga honum á endanum, ég fékk vinnuna í danska póstinum.“

90 mínútur er í held hér að neðan en þátturinn kemur í hlaðvarpsveitur innan tíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Í gær

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða