fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433

Segir að Rashford verði aldrei markaskorari hjá United – Þarf að komast annað

Victor Pálsson
Mánudaginn 10. september 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, þarf að fara annað ef hann vill fá að spila í fremstu víglínu.

Þetta segir Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar en hann horfði á Rashford spila með Englandi gegn Spáni um helgina.

Rashford skoraði eina mark Englands í 2-1 tapi en hann fékk fleiri færi til að skora.

Shearer segir að Rashford muni aldrei verða aðalmaðurinn hjá United þar sem hann er mikið notaður á vængnum.

,,Ég er mikill aðdáandi Marcus Rashford. Hann kemur sér í góðar stöður og hleypur fyrir aftan varnarmennina,” sagði Shearer.

,,Hann er alltaf ógnandi. Hann sýndi það með markinu sínu á Wembley hvað hans leikur snýst um.”

,,Hann klikkaði á tveimur færum til að tryggja Englandi stig í leiknum og það sýnir líka á hvaða stað hann er.”

,,Framherji sem fær reglulega að spila hefði alveg örugglega ekki klikkað á þessum færum.”

,,Ef hann vill verða þekktur fyrir það að vera frábær markaskorari þá gerist það ekki hjá Manchester United.”

,,Hann þyrfti að koma sér annað og fá loforð um það að hann yrði fremstur. Ég trúi því að hann geti orðið markaskorari.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Framkoma stuðningsmanna United í gær vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Framkoma stuðningsmanna United í gær vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433
Fyrir 7 klukkutímum

Án þess að æfa hlóð Gylfi í þessa frammistöðu – Tölfræði hans varnarlega vekur sérstaka athygli

Án þess að æfa hlóð Gylfi í þessa frammistöðu – Tölfræði hans varnarlega vekur sérstaka athygli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend

Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af
433Sport
Í gær

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum