Það er búið að draga í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og má búast við miklu fjöri eins og venjan er í þessari stórskemmtilegu keppni.
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, mun leika við Arsenal í riðlakeppninni en hann leikur með Quarabag.
Hannes er í riðli með Arsenal, Sporting Lisbon og FC Vorskla. Sporting og Arsenal eru ansi líklegt til að fara upp úr þeim riðli.
Chelsea er einnig í Evrópudeildinni þetta árið og mun liðið mæta PAOK, BATE Borisov og Vidi FC.
Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö mæta Sarpsborg, Besiktas og Genk. Með Sarpsborg spilar Orri Sigurður Ómarsson.
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Zurich mæta Bayer Leverkusen, Ludogorets og AEK Larnaca.
Jón Guðni Fjóluson leikur með liði Krasnodar sem fær verðugt verkefni gegn Sevilla, Standard Liege og Akhisarspor.
Matthías Vilhjálmsson og hans menn í Rosenborg leika þá við Salzburg, Celtic og RB Leipzig.
Hér má sjá riðlana.