Jóhann Berg Guðmundsson er ekki í íslenska landsliðshópnum fyrir leiki gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni.
Jóhann var upphaflega valinn í hópinn en hann meiddist í leik gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Jóhann þarf því að draga sig úr hópnum og mun ekki gefa kost á sér í leikina tvo.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, hefur kallað Theodór Elmar Bjarnason inn í hópinn í stað Jóhanns.
Theodór spilar með liði Elizigspor í Tyrklandi og á að baki 40 landsleiki fyrir Ísland.