Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur ákveðið að stilla upp sama liðinu gegn Brighton í dag og í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar.
Klopp gerir enga breytingu á sínu liði en Liverpool hefur unnið fyrstu tvo deildarleiki sína.
Hér má sjá byrjunarliðin á Anfield
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson, Milner, Wijnaldum, Keita, Salah, Mane, Firmino
Brighton: Ryan, Montoya, Duffy, Balogun, Bong, Knockaert, Stephens, Propper, March, Bissouma, Murray.