fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433

Brendan Rodgers og félagar úr leik í Meistaradeildinni – Tveir Íslendingar kveðja

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoska stórliðið Celtic er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir viðureign við gríska félagið AEK Athens.

Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Skotlandi og voru þeir grísku því í ákjósanlegri stöðu fyrir síðari leikinn í kvöld.

AEK vann 2-1 sigur á heimavelli sínum í kvöld og eru Brendan Rodgers og félagar því úr leik í deild þeirra bestu.

Tveir Íslendingar eru einnig úr leik í Meistaradeildinni en Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Quarabag gegn BATE í kvöld.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Hvíta-Rússlandi en BATE vann fyrri leik liðanna 1-0 og fer áfram samanlagt, 2-1.

Arnór Ingvi Traustason var þá ekki með Malmö í kvöld vegna meiðsla er liðið gerði markalaust jafntefli við MOL Vidi frá Ungverjalandi.

Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Svíþjóð og fer Vidi þvi áfram á útivallarmörkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi