fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Þess vegna getur íslenska liðið átt von á góðum stuðningi Rússa á áhorfendapöllunum gegn Króatíu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. júní 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búast má við því að þeir fjölmörgu Rússar sem verða á áhorfendapöllunum á leik Íslands og Króatíu munu fylkja sér bak við íslenska liðið.

Ástæðan er nokkuð einföld; þrír leikmenn íslenska liðsins spila með liði FC Rostov en það spilar heimaleiki sína á Rostov Arena, sama velli og leikur Íslands og Króata fer fram á. Umræddir leikmenn eru þeir Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson og er þeir í miklum metum hjá heimamönnum í Rostov.

„Ísland er þeirra annað lið. Ég held að við getum átt von á mjög góðum stuðningi frá Rússunum,“ segir Ragnar Sigurðsson í viðtali við spænska blaðið Marca.

Aðeins fjórtán leikmenn – utan leikmannahóps rússneska liðsins – á HM spila með rússneskum liðum og því er tenging íslenska liðsins við Rússland meiri en gengur og gerist. Rússarnir höfðu þó ákveðna ástæðu til að styðja við nígeríska liðið gegn Íslandi á dögunum en fyrirliði Nígeríu, John Obi Mikel, á rússneska kærustu.

„Það eru allir mjög almennilegir við okkur, á hótelinu sem og annars staðar. Rússarnir styðja okkur, ég veit ekki hvers vegna, en kannski er það vegna þess að kærasta mín er rússnesk,“ segir John Obi Mikel.

Ísland þarf á sigri gegn Króatíu að halda og það væri ekki ónýtt að fá stuðning frá þeim fjölmörgu Rússum sem verða á áhorfendapöllunum í Rostov á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi

Ótrúlegt bataferli Hallgríms – Var í viku þungt haldinn á sjúkrahúsi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu

Sjáðu heimildamynd um Albert – Fallegt samband við stuðningsmenn og slær í gegn í eldhúsinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ferð með Alberti og Gumma Ben seldist á meira en fimm milljónir

Ferð með Alberti og Gumma Ben seldist á meira en fimm milljónir
433Sport
Í gær

Margir komnir með nóg eftir skelfilegt gengi undanfarið – Kalla eftir því að stjórinn verði rekinn

Margir komnir með nóg eftir skelfilegt gengi undanfarið – Kalla eftir því að stjórinn verði rekinn