fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433

Pep Guardiola: Við stigum á bensíngjöfina í dag

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. apríl 2018 18:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City tók á móti Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 5-0 sigri heimamanna.

David Silva og Raheem Sterling skoruðu sittmarkið hvor fyrir City í fyrri hálfleik og staðan því 2-0 í leikhléi.

Þeir Kevin de Bruyne, Bernardo Silva og Gabriel Jesus bættu svo við mörkum í síðari hálfleik og lokatölur því 5-0 fyrir City.

Pep Guardiola, stjóri City var að vonum afar sáttur með spilamennsku sinna manna í dag.

„Það var gaman að koma á völlinn og stíga út úr rútunni, stuðningsmennirnir voru frábærir en það sem mestu máli skiptir var leikurinn og við spiluðum vel,“ sagði stjórinn.

„Við erum alltaf að reyna bæta okkur og við sýndum það í dag. Við erum meistarar en við slökuðum ekki á í dag heldur stigum á bensíngjöfina. Ég ræddi þetta við leikmennina í vikunni og þeir voru sammála mér.“

„Þegar að þeir voru með boltann pressuðum við þá mjög vel og þegar að við vorum með hann létum við hann ganga hratt á milli þangað til að við fundum opnanir. Swansea hefur náð í góð úrslit gegn stórum liðum og þess vegna var mikilvægt að halda haus og einbeitingu allan tímann,“ sagði stjórinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert svarar spurningum um sjálfan sig – „Það gerir mig feitan en hann er góður“

Albert svarar spurningum um sjálfan sig – „Það gerir mig feitan en hann er góður“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“
433
Fyrir 9 klukkutímum

Handtekinn í rútu vegna meðlags sem hann skuldar fyrirsætunni

Handtekinn í rútu vegna meðlags sem hann skuldar fyrirsætunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?

Hvað er pirraður leikmaður Liverpool að gera í Barcelona?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Barcelona gæti ráðið Enrique á ný

Barcelona gæti ráðið Enrique á ný
433
Fyrir 22 klukkutímum

Dortmund vann í París og er komið á Wembley

Dortmund vann í París og er komið á Wembley
433Sport
Í gær

Sakar leigusala um að hafa gert líf sitt að helvíti – Mætti fyrir utan og gægðist á glugga

Sakar leigusala um að hafa gert líf sitt að helvíti – Mætti fyrir utan og gægðist á glugga
433Sport
Í gær

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman