fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433

Herragarðurinn klæðir strákana aftur – Verða í sérsaumuðu í Rússlandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. apríl 2018 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herragarðurinn og KSÍ hafa gert með sér áframhaldandi samning um klæðnað fyrir A landslið karla í knattspyrnu og starfsfólk KSÍ.

Á EM í Frakklandi voru landsliðsmenn og starfsmenn KSÍ mældir upp í sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum. Að þessu sinni verða leikmenn klæddir í stakan jakka og buxur. Bláir tónar verða allsráðandi en rauði liturinn víkur fyrir bláum í bindisvali.

Hver föt eru sérmæld og merkt hverjum leikmanni og starfsmanni innan í fóðri jakkans. Að sjálfsögðu kemur textinn Fyrir Ísland fyrir í kraganum eins og liðstreyjunni.

Skófatnaður verður útvegaður frá Lloyd skófyrirtækinu og skyrtur frá Stenströms. Jakkinn og buxurnar eru síðan sérsaumuð undir merki Herragarðsins sérsaums.

,,Við erum mjög ánægð með endurnýjun á samkomulaginu við Herragarðinn. Við höfum klæðst þeirra fatnaði undanfarin ár og fengið frábæra þjónustu. Það er hluti af ímynd landsliðanna að koma vel fyrir og klæðast góðum fatnaði bæði innan vallar sem utan,“ segir Guðni Bergsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi