fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

11 ára mætir í Prada skóm í skólann

Pabbi hennar eyðir tæpum 180 þúsund krónum í merkjavörur í mánuði hverjum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. apríl 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega eru margar dömur sem myndu vilja eiga fataskáp hinnar ellefu ára Lili-Rae. Unga daman mætir í skólann í Prada-skóm og með bækurnar í Longchamp-handtösku. Allir þessir hlutir eru gjafir frá föður hennar sem veit vart aura sinna tal. Hann starfar sem verðbréfasali og eyðir 1.000 pundum, eða sem nemur 177 þúsund krónum á mánuði í gjafir fyrir dóttur sína.

Faðir hennar, Bobbie, passar upp á að litlu stelpuna hans vanti ekki neitt og er hann ákveðinn í að hjálpa henni að ná sínu helsta markmiði, að verða fyrirsæta.
Fjölskyldan kom fram í sjónvarpsþætti á bresku stöðinni Channel 5 á dögunum. Þátturinn sem fjölskyldan kom fram í ber heitið „Ýtnustu foreldrar Bretlands.“
„Ég lít á hana sem fjárfestingu og það eina sem ég vil gefa henni er það besta,“ segir pabbinn í þættinum.

Mynd: DailyMail

Venjulega segist hann eyða á milli sjö hundruð til eitt þúsund pundum á mánuði í dótturina. Uppáhalds hönnuðir hennar eru Ralph Lauren, Jiucy Couture og Chloe.
Að hennar sögn vill hún geta litið vel út, en hún á hátt í fjörutíu pör af íþróttaskóm.

Lili-Rae er eina dóttir Bobbie. Sjúpmóðir Lili-Rae, Leanne, segir hana vera minni útgáfu af föður sínum.
„Pabbi sagði að þegar ég yrði sextán ára, og ég mun getað spilað á hljóðfæri eða talað annað tungumál, myndi ég fá tíu þúsund pund og úr frá Rolex,“ segir Lili-Rae í þættinum.

Pabbi hennar ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að hún fái draum sinn uppfylltan
Vill verða módel. Pabbi hennar ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að hún fái draum sinn uppfylltan

Mynd: DailyMail

Í samtali við Daily Mail segist Bobbie vilja hvetja dóttur sína til að læra fleiri tungumál og að spila á hljóðfæri til að víkka sjóndeildarhringinn.
„Allir setja sér markmið og ég vil gefa henni tækifæri og hvata til að ná markmiðunum. Ég vildi að ég hefði lært að spila á hljóðfæri eða lært önnur tungumál þegar ég var á hennar aldri,“ sagði Bobbie.
Enn fremur sagði Bobbie: „Ég vinn með fólki sem talar upp undir fimm tungumál. Það er frábært.“

Leanne, stjúpmóðirin, segir Bobbie ofdekra dóttur sína „á elskandi hátt.“ Hann segir það gleðja sig þegar hann gefi stelpunni sinni eitthvað sem hana langar í.
„Hann vill miklu frekar eyða peningunum í hana heldur en sjálfan sig,“ sagði Leanne.

Að eigin sögn segist hann fá mikið út úr því að eyða peningum í dótturina. „Margir vina minna eyða þúsundum punda í sportbíla eða flott úr,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað