fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Allt sem er frábært frumsýnt í Borgarleikhúsinu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. september 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta frumsýning leikársins í Borgarleikhúsinu verður í kvöld, föstudagskvöld, þegar að einleikurinn Allt sem er frábært verður frumsýndur á Litla sviði leikhússins. Um er að ræða gleðileik um depurð með Vali Frey Einarssyni sem er eini leikari sýningarinnar.

 

Hann segir sögu ungs manns sem reynir að bregðast við þunglyndi og depurð móður sinnar með því að gera lista yfir allt það sem er frábært í heiminum og þess virði að lifa fyrir. Á listanum er hlutir eins og rjómaís, guli liturinn, kung fu-myndir, vatnsslagur, mega horfa fram eftir á sjónvarpið, fólk að detta og rússíbani, svo eitthvað sé nefnt. Tuttugu árum síðar er listi unga drengsins í fullu gildi og hefur lengst svo um munar – í ævilanga áminningu um það að gleði er ekki síst að finna í hlutum sem virðast léttvægir.

 

Höfundur er Duncan Macmillan, sá hinn sami og skrifaði verkin Andaðu og Fólk, staðir og hlutir sem sló í gegn í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Verkið hefur verið sett á svið víða um heim og hlotið gríðarlega góðar viðtökur gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda.

 

Leikstjóri sýningarinnar er Ólafur Egill Egilsson, þýðandi er Kristín Eiríksdóttir, Brynju Björnsdóttir sér um leikmynd og búninga, Þórður Orri Pétursson um lýsingu, Baldvin Þór Magnússon um hljóð og aðstoðarleikstjóri er Hlynur Páll Pálsson.

 

Myndir tók Grímur Bjarnason.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu og Facebook-síðu Borgarleikhússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir