fbpx
Menning

Cantoque Ensemble – Íslensk þjóðlög í Akureyrarkirkju

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 7. júlí 2018 11:30

Sunnudaginn 8. júlí kl. 17 í Akureyrarkirkju koma fram margir af bestu söngvurum landsins, bæði á sviði snemmtónlistar, nútímatónlistar og óperu, en þeir skipa átta radda sönghóp sem heitir Cantoque Ensemble.

Cantoque Ensemble er því eini atvinnukór landsins sem ekki tengist Íslensku óperunni. Söngvararnir eru Hallveig Rúnarsdóttir, Þórunn Vala Valdimarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Þorkell Helgi Sigfússon, Fjölnir Ólafsson og Hafsteinn Þórólfsson.

Meðlimir hópsins hafa margir hverjir sungið hlutverk á sviði Íslensku óperunnar og víðar, sungið með hljómsveitum víða um heim og hlotið ótvíræðar viðurkenningar fyrir söng sinn. Allir söngvarar hópsins eru virkir á konsertsviðinu auk þess sem þau syngja mikið saman við hverskyns tækifæri og eiga því auðvelt með að ná samhljómi.

Tónleikarnir nefnast Þjóðlög í þjóðleið og þar tekst kórinn á við útsetningar á íslenskum þjóðlögum, bæði nýjar og gamlar. Frumfluttar verða útsetningar eftir Hafstein Þórólfsson og Hildigunni Rúnarsdóttur. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Drengirnir eru fundnir
Menning
Fyrir 2 dögum

Jónsi í Svörtum fötum tekur ábreiðu af lagi Aron Can

Jónsi í Svörtum fötum tekur ábreiðu af lagi Aron Can
Menning
Fyrir 2 dögum

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Allt sem er frábært – „Aðferðin sem Valur Freyr beitir er einlægni og hún fer honum vel“

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Allt sem er frábært – „Aðferðin sem Valur Freyr beitir er einlægni og hún fer honum vel“
Menning
Fyrir 3 dögum

Hin hliðin á Daða Frey – Daði Freyr, nýr ritstjóri Dagblaðsins

Hin hliðin á Daða Frey – Daði Freyr, nýr ritstjóri Dagblaðsins
Menning
Fyrir 3 dögum

The Guardian lofar Lof mér að falla – „Mynd sem þú verður að sjá“

The Guardian lofar Lof mér að falla – „Mynd sem þú verður að sjá“
Menning
Fyrir 4 dögum

Hátíðartónleikar Eyþórs Inga – Létt og hugljúf kvöldstund

Hátíðartónleikar Eyþórs Inga – Létt og hugljúf kvöldstund
Menning
Fyrir 4 dögum

Framúrstefna í kvikmyndagerð og mannréttindamál í brennidepli

Framúrstefna í kvikmyndagerð og mannréttindamál í brennidepli