fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Íslensk framboðslög: Óður til Framsóknar, Við erum best og Snjallertu

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. september 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboðslög eru sjaldnast góð hugmynd. Útkoman verður yfirleitt kjánaleg, sérstaklega þegar hlustandinn áttar sig ekki á því hvort um grín eða alvöru sé að ræða. Í nokkur skipti hafa íslenskir stjórnmálamenn eða stuðningsmenn þeirra reynt að hampa sínu framboði með tónlist. Þetta er útkoman.

Framsóknarflokkurinn

Framsóknarsamba er sennilega eitt þekktasta framboðslag Íslands. Það var samið og flutt af Ísólfi Gylfa Pálmasyni þingmanni fyrir alþingiskosningarnar 1999. Framsóknarflokkurinn missti tæplega 5% fylgi og þrjá þingmenn í kosningunum.


Framsókn-Framsóknarkonur
Framsókn-Framsóknarkarlar
Framtíðin sýnir hið öfluga lið
Áfram-Áfram skal starfa
Alþjóð-Alþjóð til þarfa
Af atorku störfum við hlið við hlið

Óður til Framsóknar er lag sem teflt var fram fyrir alþingiskosningarnar 2009. Lagið, flutt af Björnsdætrum, er ábreiða af Beyoncé laginu Halo. Framsóknarflokkurinn bætti við sig rúmum 3% og tveimur þingmönnum í kosningunum.


Því setjum við X við B
Framsóknarflokkurinn, hann verður alltaf inn
20% aðferðin, virkar fyrir heimilin
Framsóknarflokkurinn, hleypir mönnum kapp í kinn
Hugsar um landbúnaðinn, og sjávarútveginn
Framsókn, Framsókn, Framsókn……Framsókn, Framsókn

Vinstri Grænir

Ungliðarnir Ugla Egilsdóttir og Saga Garðarsdóttir sömu lag með löngum titli fyrir alþingiskosningarnar 2009, Óður til íslenskra kvenna sem leiða framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi norður og suður hjá Vinstrihreyfingunni Grænu Framboði. Þær fluttu lagið sem dúettinn SUS. Vinstri grænir bættu við sig rúmum 7% og fimm þingmönnum í kosningunum.


Við viljum vera eins og Svandís Sva
Við viljum vera eins og Kata Ja
Þær eru töff, þær eru kúl, þær eru æði
Þær framleiða ekkert sæði
Og fremja engin ódæði

Sjálfstæðisflokkurinn

Lítið hefur farið fyrir framboðslögum Sjálfstæðisflokksins í landsmálunum. En á sveitarstjórnarstiginu láta þeir gamminn geysa.
Halldór Halldórsson og félagar hans á Ísafirði fluttu þetta ónefnda lag fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2006. Sjálfstæðismenn bættu við sig 8% í kosningunum en bæjarfulltrúatala þeirra hélst óbreytt.


Við þekkjum okkar fólk
Við þenjum okkur hátt
Við viljum ekki að neinn fái sinadrátt
Hræðumst ekki neitt enda Sjálfstæðismenn
Til sigurs aftur og enn

Vestmannaeyingar voru meira móðins árið 2014. Þeir gáfu út teknó-lagið Snjallertu. Sjálfstæðismenn bættu við sig tæpum 18% og einum bæjarfulltrúa í kosningunum.


Ég mun kjósa Páley, Páley
Ég mun kjósa Páley, Páley
Ég mun kjósa Páley, og Elliða, Páley, Trausta Hjalta, Páley, og Palla, Páley

Besti Flokkurinn/Björt Framtíð

Besti Flokkurinn með Jóni Gnarr og úrvali íslenskra listamanna á sennilega best heppnaða framboðslag Íslandssögunnar, Við erum best. Lagið, upprunalega Simply the Best með Tinu Turner, kom út fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2010 og hefur fengið meira en 100.000 áhorfanir á Youtube. Flokkurinn kom nýr inn og hlaut tæp 35% og sex fulltrúa kjörna.


Þegar þú kúldrast inn í kjörklefanum
Með krumpaðan seðilinn í hnefanum
Máttu ekki veðja á vitlausan hest
Veldu okkur, það er best

Fjórum árum síðan reyndu frambjóðendur Bjartrar Framtíðar að leika sama leik með ábreiðu af Starship laginu We Built This City. Ef gert er ráð fyrir að Björt Framtíð sé arftaki Besta flokksins, missti framboðið rúm 19% og fjóra fulltrúa í kosningunum.


Borgin er að vakna, svo voða sæt og fín
En ætli þú munir hver, hreinsaði torgin þín
Við gerðum okkar besta, og gott betur en það
Við gerðum borgina, að byggilegum stað

Aðrir

Flokkur Fólksins og Inga Sæland eru tilbúin með framboðslag sem þau nota grimmt fyrir alþingiskosningarnar nú í október. Lagið heitir Einn fyrir alla og Inga syngur það sjálf. Þetta country-skotna lag er betur heppnað en mörg önnur. Flokkur Fólksins hlaut um 3,5% í alþingiskosningunum árið 2016 og hefur verið að mælast með rúmlega 10% fylgi í könnunum undanfarið.


Við segjum nei við glansmyndum og glingri
Og græðginni sem bætir ekki neinn
Því sérhver maður sér að sennilega er
í baráttunni alltaf þrautin þyngri að þegja eins og steinn

Framboðslög fyrir forsetakosningar eru mjög óalgeng. Eftirminnilegasta lagið er Sameinumst í flutningi Garðhljómsveitarinnar til stuðnings Þóru Arnórsdóttur fyrir forsetakosningarnar árið 2012. Þóra hlaut rúm 33% atkvæða í kosningunum og náði ekki kjöri.


Sameinumst, sameinumst, sameinumst, sameinumst
Búum til framtíð bjarta, með Þóru í hug og hjarta

Alræmdast af öllum framboðslögum hlýtur að vera T-Listalagið. Kristján Pálsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins flutti lagið fyrir sérframboð sitt til alþingiskosninganna árið 2003. Lagið er ábreiða af Stuðmannalaginu Taktu til við að tvista.T-Listi fékk 3,5% fylgi í kosningunum sem dugði ekki fyrir þingmanni.


Settu X við T-Lista
Með Kristján Páls í það fyrsta
Mun Suðurkjördæmi hrista
Í fyrsta, fyrsta, kjósa, kjósa…..T-T-Lista…….T..T-Lista

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum