fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

„Brjálæðislega skrýtin, en ógeðslega góð“

Bíódómur: Logan Lucky

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 25. ágúst 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Logan Lucky fjallar um þrjú systkini, Jimmy (Channing Tatum), Clyde (Adam Driver) og Mellie (Riley Keough Logan), sem búsett eru í North Carolina í Bandaríkjunum. Öll eiga þau sameiginlegt að heppnin hefur ekki verið þeirra ferðafélagi. Jimmy var skærasta stjarnan í framhaldsskóla, með glæstan fólboltaferil framundan, en slys olli því að hann haltrar á öðrum fæti og fótboltaferillinn varð að engu. Clyde er fyrrum hermaður sem á að baki tvo túra í Írak, en missti hluta annarrar handar í sprengjuárás og er með gervihandlegg. Og Mellie starfar á snyrtistofu þar sem hún dekrar við snobbaðar miðaldra frúr.

Eftir að Jimmy er sagt upp vinnunni og hann kemst að því að hans fyrrverandi, Bobbi (Katie Holmes) hyggst flytja í næsta fylki með dóttur þeirra, ákveður hann að skipuleggja rán á NASCAR kappakstri, á einum af aðsóknarmestu dögum ársins, þar sem innkoman er gríðarleg.

Hann fær í lið með sér systkini sín og Joe Bang (Daniel Craig) sem kann vel til verka með sprengiefni, en afplánar dóm sem hann á eftir fimm mánuði af. Bræður Bang, Sam og Fish, slást í hópinn, en þeir virðast bara með eina heilasellu, sem þeir skiptast á að nota. Við tekur hefðbundin framvinda í „heist“ myndum, þar sem lagt er á ráðin, ránið fer í gang, eitthvað klikkar, það næsta klikkar og síðan koll af kolli.

Yngri tveir, sem ganga um með eina heilasellu saman og sá elsti, sprengjusérfræðingurinn.
Bang bræðurnir Yngri tveir, sem ganga um með eina heilasellu saman og sá elsti, sprengjusérfræðingurinn.

Ég vissi ekkert um myndina þegar ég mætti, nema af plakatinu að dæma: þrír þekktir karlleikarar, ein leikkona sem var kunnugleg, en ég mundi ekki eftir í kvikmynd og kappaksturbíll, en vinkona mín bauð mér og ég er nú alltaf til í bíó og að sitja og maula popp í myrkvuðum bíósal. Fyrstu fimm mínúturnar velti ég fyrir mér á hvaða þvælu ég væri sest yfir, en svo var ég húkt.

Ég þarf hinsvegar eiginlega að sjá myndina aftur, því hún var sýnd textalaus og þrátt fyrir að ég hafi alltaf verið með tíu í einkunn fyrir ensku mátti ég stundum hafa mig alla við að skilja suðurríkjamállýskuna.
Myndin minnti mig á mynd Coen bræðra, Brother Where Art Thou, frá árinu 2000. Svona „hillbillies“ durgar, hálf skítugir, hálf vitlausir, hálf girtir, en samt fær maður einhverja samúð með þeim og vill að þeim farnist vel allt sem þeir taka sér fyrir hendur hversu arfavitlaust sem það er.

Dóttir Jimmy er að taka þátt í fegurðarsamkeppni barna.
Yngsta Logan Dóttir Jimmy er að taka þátt í fegurðarsamkeppni barna.

Það er Steven Soderbergh sem er allt í öllu við stjórnvölinn: leikstjóri, kvikmyndatökumaður og klippari og Rebecca Blunt skrifar handritið.

Upphaflega fékk Soderbergh handritið í hendurnar og var beðinn um að finna leikstjóra sem gæti tekið það að sér, en hann hafði sjálfur gaman af handritinu og ákvað því að leikstýra sjálfur. Hann hefur sagt að myndin sé „glamúrlaus útgáfa af Ocean´s mynd.“ En hann er meðal annars þekktur fyrir Ocean´s trílogíuna, þar sem George Clooney er fremstur í flokki frægra leikara.

Engin virðist síðan vita deili á handritshöfundinum Rebeccu Blunt og telja margir að nafnið sé einfaldlega dulnefni eiginkonu Soderberg, Julie Asner eða Soderbergs sjálfs. En hvað sem þeim vangaveltum líður, þá er handritið, sagan stórskemmtileg og uppfull af eftirminnilegum karakterum. Mynd sem að maður hlær yfir, man eftir og mun horfa á aftur og sjá þá eitthvað nýtt.

Leikararnir eru hver öðrum betri, en vert er að minnast á fyrrnefnda Riley Keough, sem mér þótti kunnugleg en mundi ekki eftir í kvikmynd. Hún og Soderbergh hafa átt í samstarfi áður, en hún lék í mynd hans Magic Mike, sem er aðallega eftirminnileg fyrir magavöðva karlleikaranna og sjónvarpsþáttum hans The Girlfriend Experience. En auk leikhæfileikana, sem hún klárlega hefur, þá er það einnig ætternið sem veldur því að ég set hana á harða drifið hér eftir; hún er dóttir Lisu Marie Presley og því elsta barnabarn konungsins sjálfs Elvis Presley. Og einnig fyrrum stjúpdóttir konungs poppsins Michael Jackson.

Niðurstaða: Skemmtileg og eftirminnileg ránsmynd, sem er best lýst með orðum Skúla vinar míns: „Þetta er brjálæðislega skrítin mynd, en ógeðslega góð.“

Kvikmyndin Logan Lucky er komin í sýningar í Laugarásbíó og Borgarbíó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta